Skemmtilegasti viðburður Bókabæjanna Austanfjalls er án efa Margmála ljóðakvöldið sem er orðinn fastur liður í bókmenntasenunni á Suðurlandi. Viðburðurinn fer að þessu sinni fram 20.mars klukkan 19:30 í Listasafni Árnesinga.

Tungumálaveisla í Listasafni Árnesinga
Margmála ljóðakvöld er haldið ár hvert í tilefni af Alþjóðadegi ljóðsins. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Listasafn Árnesinga og fer fram 20.mars klukkan 19.30 . Íbúar með erlendan bakgrunn flytja gestum ljóð á ýmsum tungumálum og dagskráin verður einnig brotin upp með tónlistaratriðum. Það er frítt inn á viðburðinn. Verið öll velkomin.
Yfir 60 manns mættu í fyrra
Viðburðurinn verður æ vinsælli og á síðasta ári mættu yfir sextíu gestir á viðburðinn. Þá mynduðust líflegar umræður og flytjendur ljóða voru leystir út með bókagjöf í boði Sæmundar bókaútgáfu. Við gerum því ráð fyrir góðri stemningu nú sem fyrri ár.
Bókabæirnir austanfjalls halda viðburðinn í samstarfi við Listasafn Árnesinga og Sæmund bókaútgáfu.
Viðburðurinn er haldinn á Listasafni Árnesinga við Austurmörk 21, Hveragerði
Comments